14. júlí 2006

Þar hvílast þeir ... II

Annars hafa allir kirkjugarðar eitthvað mikið við sig, hver á sinn hátt. Gamlir og grónir kirkjugarðarnir næst mér, með mosavöxnum legsteinum, steyptum veggjum utan um grafirnar, gömlum þéttum trjágróðri og gömlum sögum. Nýir, rennisléttir, velskipulagðir kirkjugarðar, með nýjum sögum. Kirkjugarðar við sjóinn umvafðir sjávar- og þaralykt, þar sem enginn gróður þrífst fyrir sjóroki og tjaldar og mávar spígspora um ósnortnir af öllum sögum þeirra sem þar hvíla. Kirkjugarður í París með framandlegum grafhýsum og leiðisskreytingum og allstaðar segja ártölin sína sögu. 1918-1919 á Íslandi 1941-1945 í Frakklandi.
Kannski safna ég kirkjugörðum eins og sögupersónan sem safnaði jarðaförum.

Hér hvílast þeir sem þreyttir göngu luku
í þagnarbrag
Ég minnist tveggja handa, er hár mitt struku
einn horfinn dag.

Ó, guðir, þér, sem okkur örlög vefið
svo undarleg.
Það misstu allir allt, sem þeim var gefið
og einnnig ég.

Og ég sem drykklangt drúpi höfði yfir,
dauðans ró,
hvort er ég heldur hann, sem eftir lifir,
eða hinn sem dó?



Steinn Steinar.
Ég veit ekki hvort ég man þetta rétt en... það er nokkuð nærri lagi.
Jamm ég þurfti að laga það. Minnið er svo hægvirkt orðið.
¨°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

Engin ummæli: