Tölvunarfræðingurinn og vinkona hennar ætla að labba Leggjarbrjót um helgina, mér tókst að fá hana til að bjóða mér með. Mér tókst líka að fá leyfi fyrir kátan blending sem heldur að hann geti gengið með okkur. Nú ef hann er orðinn of gamall og lúinn og verður haltur og skakkur í ferðinni verðum við bara í stíl hann og ég.
Ég rak mig á það um daginn þegar ég lá fyrirvaralaust á grúfu með snúinn fót að það er betra að hafa einhvern með sér í gönguferðir, meira að segja hundkjáni sem gerði ekki annað en liggja manni til samlætis væri ágætis félagsskapur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli