23. júní 2006

Vinnudagur

Ég lét mig hafa það að mæta í vinnu í morgun og komst gegnum heilan vinnudag. Það er ágætt að komast í rútínuna sína aftur. Vinnu rútínan mín er að vísu frekar óregluleg en það hentar mér ágættlega. Var að missa eitt verkefni og fá annað og get fengið fleiri ef ég vil en ég nenni ekki að vinna mikið í sumar. Kannski aldrei meir! Þarf víst að passa mig ef ég vil halda heilsu.
Samt get ég ekki hugsað mér að sleppa aukavinnunni, Ómen er of heillandi til þess að minnka tekjurnar á þessu hausti.
Hætt við Austurlandsflakk um helgina en af því ég á vinkonu sem vill óð og uppvæg fara að tína sér blóðberg er ég að hugsa um að leita að einhverju svoleiðis með henni á sunnudaginn, ef veður leyfir. Sú fjallaóða verður þá hvort sem er farin út í dreifbýlið svo það veður enginn til að reyna að draga mig á fjöll og þá fer ég og rek nefið niður í móann í gönguferðum.
Það er ekki spáð rigningu fyrr en á mánudag!

Engin ummæli: