Ó já, eins og sjá má kemst lítið annað að í kollinum á mér í augnablikinu en blóm og aftur blóm. Ég þarf að komast út í móa og ná mér í blóðberg í einhvert beðið, ég sé ekki ástæðu til að kaupa það dýrum dómi þegar ég get náð því fyrir lítið. Nóg er nú samt keypt.
Á morgun tekur við vinnuvika í fullri lengd og mér til huggunar ætla ég ekki að far í ísskápinn heldur athuga hvort ég kemst ekki í eina eða tvær vinnuferðir út í buskann fljótlega. Það gengur ekki að hafa ekkert farið þetta vorið!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli