21. júní 2006

Næst

Ég held að ég sé búin að plana næstu ferð. Fann ferð sem einhver annar sér um að skipuleggja, panta og stússast í öllu sem þarf, leiðsegja og túlka!
Það er frestur fram í miðjan ágúst til að bóka sig en ferðin er ekki fyrr en í enduðum mars 2007.
Ekki veitir af að hafa tímann fyrir sér til að borga hana!



















Óman er sjálfstætt ríki í Miðausturlöndum. Það teygist u.þ.b. 1610 km meðfram suðausturströnd Arabíuskaga við Ómanflóa með Arabíuhaf í austri og suðri, Jemen í suðvestri, Rub al Khali (Tóma svæðið) í Sádi-Arabíu í vestri og Sameinuðu arabísku furstadæmin í norðvestri. Innan landamæra Ómans er líka hinn hernaðarlega mikilvægi höfði Ra Musandam, sem skilur að Persaflóa og Ómanflóa. Sameinuðu furstadæmin kljúfa þennan höfða frá hinum hluta landsins. Landamæri landsins eru talsvert á reiki en áætlað heildarflatarmál þess er 82.030 km². Höfuðborgin er Masqat eða Muscat

1 ummæli:

Hafrún sagði...

Geri það bara líka.