Jæja þá er það komið á hreint. Einn ferðafélaginn treystir sér ekki í ferðina!
Mér finnst það hundfúlt! Sonurinn heldur að ég sé fúl vegna þess að þá sitji ég uppi með litlu frænku en það er misskilningur.
Ég hef reynt að venja mig á að sinna mínu fólki meðan það hefur getu, vilja og rænu á að njóta lífsins en vil þá frekar sleppa jarðaförunum, þeim er sama hvort ég mæti þar eða ekki! Hluti af því er að fara með móður minni í utanlandsferðir þar sem hún hefur litla möguleika á að fara með öðrum og það er engin kvöð. Mér finnst einfaldlega gott að umgangast mína nánustu og sinna þeim. Enda skemmtilegt fólk, hvernig á annað að vera einhverstaðan komu genin frá og það var ábyggilega ekki úr föðurættinni.
Jæja það þýðir ekkert að vera með sorg og sút, hún treystir sér ekki, hvorki sinnar heilsu vegna eða bóndans og við það situr.
Björtu hliðarnar? Jú, þá verð ég bara að fara einu sinni enn til Parísar!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli