6. júní 2006

Þriðjudgur

Ég var eitt augnablik að spá í að setja eitthvað voðalega kaldhæðið gáfumannstal í bloggið mitt. Mér sýnist það nefnilega vera í inni en áttaði mig svo á að það yrði of mikil áreynsla, svo mikil áreynsla að það yrði í mesta lagi kjánalegt yfirborðsklór. Reyndar hef ég kenningu um kaldhæðni, ég er bara eftir að þróa þá kenningu betur áður en hún er sett fram. Grundvallarhugmyndin er samt sú að haldhæðni sé flóttleið þeirra sem ekki þora að hafa hugsjónir. Setja allt fram í kaldhæðni og hálfkæringi, alveg heilu bækurnar, vegna þess að þá geta þeir alltaf skotið sér undan ábyrgðinni á að hafa skoðun. Þetta var jú alltsaman meira grín en alvara og engin ástæða til að fara að verja einhverjar skoðanir sem engar voru.
Ég er eftir að finna rökstuðning, tilvitnanir og dæmi og ég efast um að ég nenni að hafa fyrir því. Enda grútsyfjuð.
Annars er ennþá spáð heiðskýru veðri og 15 itl 25 stiga hita í París. Einhver heldur kannski að það séu ekki fréttir því þannig sé veðrið á þeim slóðum á þessum árstíma en það er sko misskilningur. Fyrir ári síðan var hitabylgja á þeim slóðum og fyrir sex árum síðan var þar íslenskt sumarveður með rigningu og roki og 12 til 15 stiga hita nærri því í heila viku. Mér fannt það fj.. þægilegt veður þó það færi illa með marga regnhlífina.
Ég er að spá í að skoða Versali á sunnudaginn.

Engin ummæli: