19. júní 2006

Frh.

Þegar við röltum fram hjá hákarlahjallinum með góðu lyktinni (mig langar að brjótast inn í hann og ræna) sást síðhært og síðskeggjað fyrirbrigði sitja á steininum MÍNUM en við létum það ekki á okkur fá og stjökuðum bara við honum svo við fengjum pláss. Vegna bakpokans, vaðskónna, úlpunnar, skeggsins og hársins auk þess sem ég fékk halllo muldur við ,,góðan daginn" kveðjunni minni var ég sannfærð um að hér væri útlendingsræfill sem enga íslensku skildi, að troða sér í fótabaðið mitt og sagði við þá stuttu að það væri greinilegt að útlendingarnir hefðu líka uppgötvað fótabaðið. Eftur nokkuð japl og jaml og fuður með fullyrðingum mínum um að þetta væri víst útlendingur og talaði ekki íslensku (sem hinn brosti bara sínu blíðasta undir) umlaði sú stutta ofur lágt ,,ertu útlendingur" og fíflið svaraði ,,já".
Ég var ósköp fegin því að hafa ekki sagt neitt ,,vafasamt" og lét þetta ekkert á mig fá, benti bara út yfir sjóin og sagði ,,þarna er Akranes"!

Ég hef sterklega á tilfinningunni að vinna henti mér ekki heldur á morgun og ef einhver sem ég þekki hefur litið að gera er viðkomandi velkominn í sjúkraheimsókn.
(má hafa með sér blíant og blað)

Engin ummæli: