19. júní 2006

Heimalega

Ákvað endanlega í nótt að nú ætti ég rétt á veikindafríi. Hálsinn aumur og kokið sárt og afköstin í vinnu hefðu verið eftir því! Hálsinn lagaðist þó þegar leið á daginn en svefnsýki og þreyta héldu mér mest í sófanum og rúminu í dag.
Skrapp samt með frænku í smá bíltúr seinnipartinn til að hún kæmi ekki heim skælandi af leiðindum. Við heimsóttum Sjúkraliða sem er búinn að taka upp blíantinn aftur, loksins!
Og mig langar til að teikna, nenni samt ekki að gera það frekar en annað þessa stundina.
Þegar Sjúkraliðinn gat ekki lengur sinnt okkur fórum við frænkurnar í áframhaldandi bíltúr og til að sýna þeirri stuttu að í Reykjavík leyndist fleira en Smáralind og Kringla fór ég með hana í fótabað á Nesinu. Jú, ég veit að Nesið tilheyrir ekki Reykjavík og meira að segja hélt smá landafræði og sveitarfélaga fyrirlestur yfir nöfnu meða við hituðum okkur á fótunum. (Ég er sannfærð um að heitt fótabað gerir sárum hálsi gott).
To be con....

Engin ummæli: