17. júní 2006

frh. 1

Lítilsháttar hælsæri getur kostað útblásin fót, hækjur og áhyggjur og Louvre er ekki heppilegur staður fyrir hjólastóla. Tröppur, tröppur og aftur tröppur, að vísu með hjólastólalyftum en á þær þarf starfsmann með lykla og svo hreyfast þær á hrað snigils svo við brugðum á það ráð að henda Tengdadóttirinni niður tröppurnar og halda á stólnum á eftir. Henni fannst þess virði að hökta um á hækjum um hálfa borgina og upp og niður tröppur í Metrónum til að sjá Venus frá Milo og Monu Lisu. Reyndar varð hún þeirra forréttinda aðnjótandi að fá að fara fram fyrir afgirta svæðið til að horfa í óræð augu Monu Lisu. Smá uppbót fyrir hjólastólafólk og fylgdarmenn. Ég tók að sjálfsögðu að mér að aka stólnum. Meira að segja tókst henni að smella af einni mynd svo lítið bæri á og auðvitað án þess að nota flass en það er nú brot á reglum safnsins samt sem áður. Ekki það að þarna voru ótal einstaklingar sem ekki virtu þessi tilmæli og notuðu flassið óspart þó þeir fengju ljótt auga og orð í eyra hjá vörðunum.
Bakkaði hjólastólnum út til að sú fótaveika gæti notið augnasambandsins við Monu Lisu eins lengi og kostur var á.
Ég var með stóran áhyggjuhnút í maganum eftir að hafa litið á fótinn á henni sem var orðinn tvöfaldur og blárrauður um ökklan og stúlkukindin var að leka niður þegar hún hoppaði upp síðustu tröppurnar á metróstöðinni okkar.
Meira var ekki gert þann daginn og ostarnir og annað sem átti að kaupa síðasta daginn-.. jú það var ekki eytt í það!

Engin ummæli: