Á bráðavaktinni í nótt var fótarmeinið hennar úrskurðað sem lítilsháttar sýking og mikill bjúgur og vonandi verður hún reynslunni ríkari og tekur með sér aukaskó í allar ferðir og hefur vit á að skipta þegar við á!
Kennarinn þykist líka hafa lært eitthvað í ferðinni t.d. að hafa birgðir af hælsærisplástir með sér og nota hann ÁÐUR en blöðrur myndast og að fá mig til að fara yfir fráganginn á ferðatöskunni fyrir brottför og taka upp úr henni ónauðsynlegan fatnað.
Tölvunarfræðingurinn sat við opna ferðatöskuna klukkan tvö í nótt og beið eftir að ég legði blessun mína yfir fötin sem hún var að kaupa fyrir ítalíuferðina. Ég lagði mig í tvo tíma og keyrði henni svo út á flugvöll og nú er hún á Ítalíu í 26 stiga hita og sólskini og sendi mér stóran broskall í sms. Ég hefði alveg verið til í að fara með henni.
Mig langar til Ítalíu næst! Og ekki með krakka með mér því þó frænka litla hafi staðið sig eins og hetja, hlýtt mér í einu og öllu og sennilega pakkað meira niður af þolinmæði en ég tekur samt á taugarnar að reyna að vera með augu í hnakkanum í heila viku.
Ég sem þjáðist svo af bílveiki alla mína barnæsku og langt fram á fullorðinsár að ég komst ekki milli bæja án þess að æla ætla ALDREI aftur að fara í rússíbana, hvorki lítinn eða stórann. Ég skil ekki pontið, hausinn í manni er að hristast af og mig logverkjaði í hann. Maginn er á hvolfi og ég var tvo daga að jafna mig af ólgeðinni og dagurinn ónýtur. Ég treysti mér ekki einusinni til að teikna meðan ég beið eftir að þau hin fengju nægju sína af vitleysunni!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli