17. júní 2006

Fótamein og ferðalög

Ég kom heim 17. júní á þjóðhátíðardegi íslendinga. Lentum 00:10 í þoku, rigningu og átta stiga hita. Það ver ekki slæmt. Eftir þvæling í 35 stiga hita og brakandi sólskini, kaupandi vatn á hverju horni og ef ekki náðist að drekka það á 10 mín. var það orðið 30 stiga heitt.
Mottó: aldrei að kvarta undan íslenskum vatnsbúskap!

Annars var París á sínum stað með öllum sínum skoðunarverðu stöðum eins og það heitir í upplýsingabæklingunum. Effelturninn hefur ekkert minnkað og ég komst að því að það er ekki svo gífurlega mikið mál að labba niður tvær hæðir. Verra að tína skónum af krakkanum sem labbaði á lélegum bandaskóm og sundtöflum næstu tvo daga. Skóðbúðir með barnaskó eru ekki á hverju horni og það tekur óratíma að leysa ýmis svona smámál á ókunnum slóðum með mis göngufæran hóp í eftirdragi.



Minn helgidómur í hjarta Parísar!

Engin ummæli: