
Ég minnist þess ekki að hafa séð mikið af málefnalegri eða vitrænni umfjöllun um fuglaflensuna á síðum blaða. Kannski er ég ekki að fá rétt blöð inn um bréfalúguna og þyrfti að enduskoða það mál en væri til of mikils mælst að blöðin og meira að segja fríblöðin gerðu almenningi grein fyrir því hvenær og hvernig fuglaflensa gæti borist til landsins og hvernig best væri að haga sér við þær aðstæður. Reyndar veit ég að upplýsingar um smitleiðir frá dýrum til manna eru óljósar en smitleiðir til Íslands eru nokkuð greinilegar.
Hvernig væri að í stað hræðsluáróðurs kæmi fræðsla og upplýsingar á síðum blaðanna. Til dæmis mætti segja börnum að það sé í góðu lagi að gefa öndunum en ekki skríða á fjórum fótum um tjarnarbakkann og alls ekki bíta hausinn af öndunum þegar þær teygja sig eftir brauðinu úr hendi gjafarans.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli