15. mars 2006

Ekki orðin

sjötug og búin að finna veflykilinn minn og fara yfir skattaframtalið á netinu, fylla út tvo reiti og er í þann veginn að skila. Fyrst þarf að prenta svo er að skila.
Það fylgir þessu nú hálfgerð tómleikatilfinning. Eftir að hafa frá 16 ára aldri og þangað til fyrir nokkrum árum síðan verið með þessa árlegu ónota- spennu- skattaskýrslutilfinningu vikum og jafnvel mánuðum saman er þetta ekkert mál lengur. Aðaláhyggjuefnið er að finna veflykilinn sinn og smella svo á prenta og senda takkana á síðunni.
Það eru nú ýkjur að skattaskýrslurnar séu pappírslausar, mér finnst allavega ég þurfa að prenta út ansi stóran haug af pappír.

Engin ummæli: