
Ég lagði drög að útsaumsmynstri í gærkvöld og fyrirmyndin var sama plantan og Jón Baldur Hlíðberg teiknaði myndina af sem er hérna til hliðar.
Ég vona að það varði ekki við lög um höfundarrétt að linka inn á myndir annara enda kemur greinilega fram hver er höfundurinn og þetta verður að duga þangað til ég er komin með mynd af minni eigin teikningu.
Það þarf að laga teikninguna til og betrumbæta aðeins en ef ég fæ annað duganaðarkast um helgina þarf ég að fara að fá efnið til að færa munstrið yfir á það.
Svo Kennaranema-sjúkraliði það þarf að strauja og sníða svo úr verði áklæði!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli