20. mars 2006

20. mars og ekki jafndægri á vori

Ég fékk svohljóðandi sms áðan.

Ekki er hún alveg fædd í gær
ellimörkin færast nær og nær
Meira eflaust mætti semja
mun þó skáldgyðjuna hemja.
Frá Hlídarhúsi kveðjur fær,
til hamingju systir kær.


Þetta kom mér svolítið í opna skjöldu, ég vissi ekki að litli bróðir minn dundaði sé við að berja saman vísur. Hélt að hann væri aðallega í að berja á nagla.

Svo í tilefni dagsins bókaði ég far til Parísar og verð þar frá 9 til 16 júní!
Ég vona að það verði ekki hitabylgja á svæðinu á þeim tíma en ég fer nú í Effelturninn og Shakespeare and Copmpany hvað sem tautar og raular.

Ég þykist hafa rekist á það einhverstaðar að það væri ekki jafndægri á vori fyrr en á morgun og það er varla að ég trúi þvi. Ég er vönust því að það sé 20 mars. Ég þarf að finna alvöru dagatal.

Engin ummæli: