Æjá enn einusinni kominn sunnudagur og helgin of stutt eins og venjulega. Ég átti eftir að gera svo margt.
Eftir þjóðbúningaskoðunina á laugardag fór ég beint í búð og keypti mér eingirni og prjóna til að byrja á skotthúfunni við þjóðbúninginn en þegar til kom langaði mig svo miklu meira til að prjóna mér tösku og þæfa hana. Þófataska með orkeringu eða steinbítsroði er efst á óskalistanum núna en það liggur hálfkláruð lopapeysa í sófanum (sem hefur samt bætst við í dag) og önnur með hálfum rennilás liggur á borðinu en kollurinn á mér er fullur að myndum af þæfðum veskjum og töskum. Kollurinn á mér er stundum of stór!
Ég er löngu búin að sjá að það eru of margir vinnudagar í hverri viku og helgarnar of stuttar. Mér finnst það ætti að vera baraáttumál í næstu kjarasamningum að snúa þessu við.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli