21. janúar 2006

Laugardagur

Laugardagur til lukku eða hvað.
Ég er að fara að skoða þjóðbúininga í Heimilisiðnaðarfélaginu og kannski á ég fyrir einum kaffibolla og einum miða á einhverja sýningu í bænum líka. Ég var með útsölufiðring en við athugun á efnahagsmálum komst ég að því að minn æðri máttur hefur lokað fyrir afleiðingar þess fiðrings. Sennilega er ég stikkfrí þangað til ættingjarnir eru búinir að gera upp við mig jólaverslunina og þá verður ekki lengur tilefni til að fara og kaupa sér ódýran útivistarfatnað eða stígvél á skóútsölu.
Alltaf heppinn! Enda vantar mig ekkert og á einhverstaðar eins og eina inneignarnótu til að nota á útsölu ef fíknin heltekur mig!

Engin ummæli: