Þessi síðasta færsla mín er svo stútfull af innsláttar- stafsetningar- og málfræðivillum að ég þori ekki að lesa hana yfir aftur og er barasta að hugsa um að láta þetta allt standa óleiðrétt.
Ég er að láta Blogger.com fara í mínar fínustu þegar ég þarf að setja færslur inn í áföngum til að fá ekki error á síðuna af því hún virðist skammta mér málæðið. Meiri forsjárhyggjan!
En ég sýndi fyrirhyggju í dag og coperaði allt saman áður en ég smellti á Publish Post og viti menn það kom sér vel. Henti svo öllu saman inn á blogspot til að þurfa ekki að hætta við en af þvi það er þar en ekki hér endaði ég með að færa færsluna yfir. Svona þegar mér var runnin reiðin.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli