27. desember 2005

Hamingjustuðulinn

Hamingjan er flatskjár samkvæmt boðorðum Spaugstofunnar sem við höfum haft sem viðmið síðustu tuttugu árin. Rauða strikið á mínum hamingjumæli er ekki komið í botn þar sem ég er ekki komin með flatskjár!

Samt sem áður líður mér þokkalega vel og þegar afkvæmin mín tóku sig til og víxluðu sjónvörpunum á heimilinu þannig að þrjátíuogeitthvað tommu sjónvarp Eilífðarnemans mínst kom í stofuna og litla gamla sjónvarpið sem við fengum gefins hjá tengdaforeldrum hans síðast þegar þau endurnýjuðu fór niður til hans fann ég að það var aðeins skemmtilegra að horfa á sjónvarpið. Það er að segja ef maður finnur skemmtilegt efni til að horfa á, ég á ekki von á að finna mikinn mun á leiðinlegri dagsskrá en af því við fengum Play Station tölvuna með getum við horft á DVD safnið hans að vild.

Næsta mál á dagskrá er að mæla upp herbergi sonarins og athuga hvort það er rúmbetra en mitt, ef svo er þarf að benda drengnum á að þar sem hann hafi ekki gist í herberginu nema einu sinni síðustu sex mánuði dugi honum svefnpokapláss í forstofunni. Hann verður örugglega ekki meira heima næstu árin þó hann vilji hafa húsnæði fyrir magnarann og alla hátalarana sína sem komast ekki fyrir hjá kærustunni þar sem hún vill græjur sem eru 30 x 30 á stærð en hans hátalarar eru sennilega 120 cm á hæð. Þau verða að fara að æfa sig í málamiðlunum. Ekki seinna vænna þar sem þau settu upp hringana á aðfangadagskvöld.<

Engin ummæli: