27. desember 2005

frh.

Annars er þessi langa helgi að verða búin og venjulegur vinnudagur á morgun. Ég er afskaplega ánægð með þessa stuttu jólahlegi, er búin að hvíla mig nóg og frekara frí lenti bara í ofsvefni og enn meirá ofáti. Vinnufélagar mínir eru ekki alveg að meðtaka þessa ánægju mína með stutt jólafrí en þeir um það enda ætla flestir að vera í fríi milli jóla og nýjárs.

Nú er klukkan svo mikið sem að verða tólf og það er varla lesbjart úti. Ti hvers að vera í fríi á svona dögum. Maður fer ekkert út af malbikinu, til þess er dagurinn of stuttur, ég nenni ekki að troða ættingum og vinum um tær alla daga og þó mér finnist gott að sitja í horninu á sófanum með saumsakapinn og/eða prjónana þarf ég ekki fleiri daga í það í bili.

Svo hér er allavega ein sem hefur ekkert á móti því að mæta í vinnu á morgun.

Að svo mæltu ætla ég að hundskast út og heilsa upp á mann sem ég hef ekki skammast til að líta til í margar vikur og kaupa í leiðinni batterý í GPS tækið mitt sem ég þarf að fara að læra á.

Engin ummæli: