11. desember 2005

Framhald II
Sárkvalin og með hljóðum af þeim versta brjóstsviða sem ég hef komist í kynni við en sem að vísu var farið að draga úr eftir að Kennarinn aumkaði sig yfir mig og færði mér lyfjum við brjóstsviða, heyrði ég Kennarann tauta um leið og hann benti á köttinn sem snuðraði ákaft við og í herberginu mínu ,,Að hverju heldurðu að hann sé að leita?"
Og sjá þar var mús og sú mús náðist ekki þrátt fyrir ýmsar og ítrekaðar tilfæringar, hvorki af Kattaprinsinum, Hefðarkettinum mínum sem ég tók og henti undir rúm til að ná músinni (hann tróð músina næstum undir í ofboðinu við að komast burt), Kennaranum eða mér sjálfri. Grunur leikur á að Músin hafi komið sér fyrir undir bókahillu og svei mér þá ef ég nenni að fara að draga meira af húsgögnum til og frá í dag, ekki einu sinni þó heilsan sé að komast í lag? Ég vona bara að þetta búttaða vaxtarlag músarinnar hafi ekki stafað af þvi að hún ætli að viðhalda tegundinni og stefni á hústöku með afkvæmin sér við hlið!

Það rifjaðist upp fyrir mér ævisaga þessa Kattprins sem er nú búin að læra að nota kattalúgu og uppgötva kostin þess að bera inn um þær mýs.
Þegar hann var ungur og lipur prins átti hann litla skinnklædda plastmús sem hann gat dröslast með hist og her um húsið tímunum saman. Hann gat oftast gengið að músinni sinni þar sem hann skyldi við hana því hún fór svo sem ekkert hjálparlaust. Stöku sinnum tókum við músina hans og hentum henni niður stigann svo hann gæti hlaupið hana upp en hjálparlaust hljóp hún ekki neitt. Það er kannski ekki nema von að hann átti sig ekki á þessum nýtísku músum sem standa bara upp og hlaupa þegar hann leggur þær frá sér.
Sjálf er ég að hugsa um að skipta um rúm við Kattaprinsinn, ég held að hann sé ekki of góður til að deila herbergi með helv. músinni í nótt!
The end

Engin ummæli: