12. desember 2005

framhald I
,,Á ég að fara og ná mér í pappír og taka þetta upp og sturta því í klósettið"
,,kannski er hún ekki dauð og þá sturta ég henni ekki í klósettið"
,,Ef hún er lifandi fer hún kannski af stað og felur sig í fataskápnum mínum og þá verður ekki gott að finna hana"
,,ef hún fer af stað meðan ég fer að ná í eitthvað til að taka hana upp í (því ekki gat ég hugsað sér að grípa berhent í skottið á kvikindunu og henda því út) þá sé ég ekki hvert hún skýst"
Allt þetta með miklum myndskreytingum af viðkomandi aðstæðum flaug í gegnum hugann og síðasta myndin stóð mér skýrt fyrir hugskotssjónum þegar kvikindið spratt á fætur og skaust bak við geisladiskastand í nærliggjandi horni. Kattaprinsinn fór á eftir og reyndi að vakta báðar hliðar á standinum til að missa nú ekki leikfangið og til að gera langa sögu stutta endaði hann með því að halda á músinni niður í kjallara þar sem hann hafði stutta viðkomun undir rúmi Eilífðarnemans áður en hann fór út. Með stýrið þráðbeint upp í loftið strunsaði hann út úr þvottahússdyrunum og yfir á lóð til nágrannana án þess að líta við þegar ég reyndi að tala til hans.
Það mætti halda að með þessari tígulegu brottför væri málið úr sögunni en gallinn var að Hafrún sá ekki hvort músin fylgdi með undan rúminu eða var skilin eftir.


Hvort sem Kattaprinsinn hefur fundið músanámu eða skyldið morgunmúsina sína eftir í kjallaranum til seinni nota uppgötvaðist seinnipart dags að nú hefur grá mús aðsetur einhver staðar í svefnherbergi Hafrúnar!
frh.

Engin ummæli: