18. nóvember 2005

18 nóv.

Ég fór og fékk mér hádegismat með vinkonu minni í dag. Vinkonu minni sem bað mig að vera varamaður til Kína.
Mig dreymdi í fyrrinótt að ég stæði yfir skál fullri af tærri austurlenskri súpu með örlitlum lit og lykt af plómum. Mig langaði til að borða þessa súpu og horfði á hana með áfergju þegar vinkona vinkonunnar kom, hvolfdi úr skálinni á borði og súpan breyttist í tært hlaup sem varð rykugt á borðinu. Ég fór nú samt og náði mér í skeið til að borða hlaupið en það hafði umbreyst í enn einn réttinn þegar ég kom og hann var ekki hægt að borða með skeið.
Ætli þau þurfi nokkuð varamanninn í Kínaferðina!
En þar fyrir utan á þessi vinkona mín afmæli í dag.
Til hamingju með það!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir hamingjuóskirnar,

Ég held að þessi draumur gæti verið fyrir ferðalagi til Kína, því maðurinn þar breytist liggur við á borðunum ef maður lítur af honum í smá tíma. Reyndar fjölgar honum, þar var aldrei borin fram fyrir okkur 1 eða 2 réttir á veitingarstöðum, aldrei minna en 5 rétta. Vona allavega að þú gugnir ekki á að vera varamaður

Nafnlaus sagði...

Átti auðvitað að vera maturinn en ekki maðurinn. Hefur engin maður breyst á borðum hjá mér, að mig minnir :-)

Hafrún sagði...

Það lá nú reyndar í augum uppi að þetta væri ritvilla, hún fór sko með manninn til Kína og kom bara með hann aftur einfaldan.
Svo er ég sko búin að leggja inn orð hjá almættinu bæði því kínverska og öllum hinum um að senda ykkur út yfir mánaðamót svo aðalmaðurinn komist örugglega ekki.