Þrátt fyrir allan óstöðugleikan í lífi mínu hef ég haft í kringum mig vita sem hafa lýst traustir og staðfastir á hverju sem gengur. Til þeirra liggja ræturnar og áhrifin frá þeim hafa mótað mig og gert mig að því sem ég er í dag. Þeim á ég mikið að þakka.
Það slokkanði á einum þessara vita minna í dag og mér finnst haustið dimmt, nakið og kalt. Örlítð svarthol myndaðist í sálinni.
Önnur kona missti bæði eiginmann og systur í dag. Hann fór hratt yfir í fjölskyldunni, maðurinn með ljáinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli