Allt er þetta á teikniborðinu en mér finnst ekki tímabært að setja þetta upp strax, ég held þeir verði þá orðinir fjarska leiðir á skrautinu og biðinni eftir jólunum þegar þau loksins koma.
Lítill drengur sagði um daginn svo ég heyrði ,,Hvenær koma jólin" og svarið var ,,Bráðum". Mig langaði til að halda ræðu en stillti mig um það. Fimm vikur í lífi þriggja ára barns er eins og fimm mánuðir í lífi fullorðinna, það er ekki bráðum. Bráðum á þessum aldri er á morgun.
Hvers vegna er fólk að skapa þetta langvarandi spennu og streituástand hjá börnunum með þessum alltof langa undirbúinin og aðdraganda. Viku fyrir jól er hæfilegt að segja börnum að nú líði að jólum. Ok, þrettándögum fyrir jól, alls ekki meira.
Og þá ætla ég að fara að dæmi kattarinns og kanna hvaða sófi er mýkstur á heimliinu, kannski kanna hvort maginn samþykkir kaffibolla.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli