6. ágúst 2005

Rúnturinn, gulrætur og íslenska

Það var fallegt útsýnið af Reykjanesbrautinni í nótt. Skýjað með köflum og himinninn sýndi okkur öll þau litbrigði sem hann á til á ágústnóttu. Ég er nú samt ekki viss um að það hafi verið þess virði að keyra út í Keflavík til að skoða útsýnið og mannlífið. Ég var orðin ansi syfjuð þegar ég var búin að skil af mér seinasta farþega og komin heim að sofa. Held kannski að ég hafi sofnað í strigaskónum.
Í Árbæjarsafninu er sýning á verkum úr þæfðri ull og ég er búin að setja stefnuna þangað á eftir. Ætla að taka með mér einn Sjúkraliða og hitta Gjaldkerann á svæðinu og færa henni fimm kíló af gulrótum. Fékk nfl. gulrótarsendingu frá birgjanum í gær og þær eru sælgæti. Pínulitlar, kræklóttar lífræntræktaðar gulrætur eru frábært snakk.

Já og svo fékk ég bréf frá Verði Íslandstryggingu og í niðurlaginu stóð:

,,Okkur hlakkar til að hafa þig áfram í viðskiptum"

Ég veit ekki hvort ég á að vera áfram í viðskiptum við aðila sem geta ekki komið frá sér fjölpósti á skammlausri íslensku.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Reading your blog and I figured you'd be interested in advancing your life a bit, call us at 1-206-339-5106. No tests, books or exams, easiest way to get a Bachelors, Masters, MBA, Doctorate or Ph.D in almost any field.

Totally confidential, open 24 hours a day.

Hope to hear from you soon!