Er bara hérumbil hætt að rata hérna inn en það tókst. Í því að ég upphugsaði allt það sem átti að skrifa um í kvöld kom Tölvunarfræðingurinn heim og þurfti að tjá sig um hitt og þetta og ég gleymdi því sem ég var að hugsa. Svona er lífið og ég held ég barasta fari að sofa.
Las annars Fréttablaðið í gær. Þar sagði frá bílum sem fóru illa af því það ,,flóði yfir vélarnar"
Hvað hefði ég til að hneysklast á ef ég læsi ekki Fréttablaðið!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli