rauðan og svartan hjálm sem sjúkraliðinn valdi handa mér í dag. Hjálmurinn var aukabúnaður sem ég keypti með hjólinum mínu í dag. Jamm, ég er orðinn allsvakalega hamingjusamur eigandi Trek 7100 götuhjóls!

Hjólið sjálft kostaði mig ekki nema 24.300 krónur en allt sem við á að vera kostaði mig rúmar 9.000 í viðbót svo það er eins gott að ég hjóli á næstunni.
Byrja frá og með morgundeginum þegar hjólið verður tilbúið.
Ætla samt ekki að hjóla á því heim, það er alveg af og frá.
Ég byrja á einhverju auðveldara.
Skrapp í göngtúr í gær, ég og sjúkraliðinn tókum stefnuna á Úlfarsfellið og prófuðum nýja uppgöngleið í þetta skiptið. Fórum í skóræktina og ætluðum þaðan upp. Ég neitaði fyrir rest að ganga nokkurn hlut, það var þegar ég uppgötvaði að hettan á úlpunni minni var ágætis poki til að tína ber í og ég bograði bara af einni þúfunni á aðra og tíndi bláber í úlpuhettuna og sjálfa mig. Berin hefðu mátt vera aðeins þroskaðri en þau voru samt fín út í skyrið mitt í hádeginu. Hrútaberin sem við rákumst á þarna líka voru nærri þvi fullþroskuð og svo flott á litinn að ég missti mig í að tína þau líka.
Þetta var nú eiginlega illa gert gagnvart Sjúkraliðanum sem hafði fullan hug á að hlaupa upp á einhvern topp en hún verður bara að þola þessa toppafælni mína þegar hún er með mér. Í staðinn fær hún að tala og tala og tala út í eitt þegar henni hentar.
Ég er farin að hallast að því að hún smitist stundum af talanda í vinnuni og þegar hún fer með manni út að labba eftir þær vaktir, eins og í gær, verður hún eins og eitthvað umhverfishljóð sem maður tekur ekki eftir fyrr en það hættir að heyrast.
Ég vona bara að hún taki ekki upp á því að breytast í fugl eða flugu.
Þjórsárver um helgina en það hefur ekkert hreyrst frá Jeppaeigandanum sem ætlaði að lofa mér að sitja í í jeppaferðinni í Skaftárafrétt!
Nú ég hef þá alltaf Menningarnóttina í Reykjavík og hjólið mitt ef ég fæ ekki að jeppast.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli