12. ágúst 2005

Eitt hjól og tveir bílar

Já, það er ekki hægt að neita því að ég á nóg af tækjum til að komast leiðar minnar.
Græni bíllinn minn þarfnast viðgerðar og nýs geymis til að fara í gang átakalaust, ætli ég verði ekki að fara að splæsa á hann einhverri andlitslyftingu svo hann verði söluhæfur. .
Rauði bíllinn minn fer mögnunarlaust í gang en ég veit ekki hvenær kúplingin (tengslin) hættir að virka, ég hef á tilfinningunni að það verði stutt í það.
Þetta minnir svolítð einhverjar sögur sem ég las stundum þegar gríslingarnir mínir voru kornung, Græni hatturinn og Bláa kannan eða eitthvað álíka.
Svo á ég hjól með afturljósi sem virkar ekki og ég sem man ekki betur en ég keypti rafhlöður í bæði ljósin. Annars er ég búin að prufukeyra hjólið mitt og ótrúlegt en satt ég kann þetta ennþá.
Kennarinn varð svo öfundsjúkur þegar ég heyrði í honum í kvöld og sagði honum að ég væri að hugsa um að skrópa í vinnunni og fara bara út að hjóla að hann keypti sér hjól í Europrise og ætlaði að hjóla með mér. Hann fékk sitt hjól bara ekki samsett og þegar hann var búin að púsla því saman og ég búin að vinna (ég hætti auðvitað ekkert til að fara að leika mér heldur kláraði) var orðið of framorðið til að hjóla í Skerjafjörðinn eða eitthvað álíka svo ég hjólaði bara á Digranesveginn og kíkti á Sjúkraliðann.
Sjúkraliðann sem sat yfir kúfuðum skálum af súkkulaði og vínberjum, drakk rauðvín og steikti humar handa systur sinni sem var í heimsókn. Ég fékk humar en sleppti rauðvíninu og mest öllu súkkulaðinu. Hjólaði svo heim og lét þær um að fylgja FRÆNKUnni á deitið. Reyni af fremsta megni að predika ekki hitt og þetta en tekst það misjafnlega vel.

Árnes á morgun og Þjórsárver á sunnudag og ég er svo heppinn að Píparinn er að vinna í útlöndunum og ég má nota vinnubílinn hans í staðinn fyrir tjald. Út með verkfærin og inn með dínuna og svefnpokann.
Það sér vonandi fyrir endann á einni litlu vinnunni minni og mikið hlakka ég til að fara niður í rúmlega hundraðprósent!

Ég sá auglýst námskeið sem mig langar á og ef ég verð með kollinn og minnið í lagi eftir helgina ætla ég að hringja og athuga hvað það kostar.

Skráði mig í jeppaferð um næstu helgi og svo þyrfti ég að finna mér eina helgi til að skreppa austur en það verður sennilega ekki fyrr en í september. Kannski ég fari bara og smali þar í haust. Verð orðin svo hraust af öllum hjólreiðunum þá.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er ekkert smá, það mætti halda að þú hefðir fengið vítamínsprautu. Stoppar bara ekki og alltaf á fullu, hætt að kvarta um að vera þreytt og stirð og allt það. Haltu áfram að vera svona orku mikil og komdu svo til mín, það vantar alltaf fólk í rykið hér, það er farið að vaxa einhverstaðar hér. Finn bara ekki hvar upptökin eru.

Hafrún sagði...

Ég bara hef of mikið að gera til að eyða tímanum í að kvarta og kveina en fjandi er ég nú samt þreytt og stirð eftir daginn í dag.
Ég býst við að rykið sé hjá Gillu, hún er yfirleitt eina manneskjan sem commentar sem anonymous og ég skal koma með spákvist til að leita að rykuppsprettunni.