Er að slæpast og taka mig til með þvi. Fór meira að segja í bæinn á föstudagskvöld og kom ekki heim fyrr en á laugardasgmorgun. Skoðaði glæsilega ljósmyndasýningu á Austurvelli bæði þegar ég fór og á leiðinni heim. Skoðaði fullt af mis gáfulegum stöðum með misgáfulegu fólki en skemmti mér ágættlega við það og veðrið var flott. Missti mig svoítið í garðaskoðun á heimleiðinni og ef ég hefði verið með plastpoka í veskinu hefði ég örugglega reynt að ná mér í anga af einni og einni plöntu, allavega þeim sem uxu út á gangstéttir.
Gönguferðin úr miðbæ Reykjavíkur tók þess vegna einn og hálfan tíma og það er eina æfingargangan mín fyrir Hornstrandarferðina þessar síðustu tvær eða þrjár vikur.
En einhvernveginn skal þetta nú samt hafast og ég fæ þá bara að dunda mér ein og yfirgefini heim í skála einn og einn dag ef göngurnar verða of erfiðar, mér finnst hvort sem er nauðsynlegt að fá að vera ein annað slagið. Veit ekki hvernig ég verð orðin eftir 8 daga með 23 manna hóp í þröngum skála.
Er aldrei þessu vant ekki á síðustu stundu að pakka niður, er svo skipulögð að ég geng fram af sjálfir mér og ætla að fara að drífa mig í Bónus og kaupa núðlusúpur, kex og súkkulaði.
Munur að vera í ferð þar sem einhver annar skipuleggur matseðilinn alla vikuna og sér um að panta inn það sem þarf. Maður þarf bara að taka með sér aukanasl og borga svo og brosa. Elda jú einusinni eða tvisvar í ferðinni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli