7. júlí 2005

Sambandsleysi

Ég er svo sambandslaus við umheiminn í nýju vinnunni að ég sé ekki hverjir eru online á msn. Þetta er alveg ferlegt!
Svo er bara einn vinnudagur eftir í sumarfrí og norður/vesturferð, nema ég vinni eitthvað smávegis í gömlu vinnunum um helgina. Saumi mér svo legghlífar úr laxapokum eða gömlu tjaldi, ég tími eiginlega ekki að kaupa þær þetta árið og kannski aldrei.

Langar eiginlega ekkert til að þenja mig upp um öll fjöll í sumarfríinu, er komin á þá skoðun að mér veitti ekkert af að hvíla mig í rólegheitum í fjöruferðum og dútli.

Átti ég ekki eftir að gera einhver ósköp áður en ég færi, búin að gleyma þvi eins og öllu öðru.

Engin ummæli: