28. júlí 2005

Á kafi

Ég er á kafi og hef varla náð að koma upp til að anda síðustu daga. Verð sennilega að halda niðri í mér andanum fram á föstudag í næstu viku og vinna líka alla verslunarmannahelgina. Eins gott að það verði engar freistingar á vegi mínum.
Langar samt að labba á eins og einn hól um helgina en held ég verði að sleppa Laufskörðunum í kvöld. Hef hreinlega ekki tíma.

1 ummæli:

Hafrún sagði...

Þú hefur verið byrjuð á rauðvíninu og ekki séð öll kommentin þín.
Gaman annars að fá svona mörg komment. Þetta er það eina sem ég gef mér tíma til að lesa þessa dagana.