30. júlí 2005

Vinnuhelgin mikla

Mætti í vinnu fyrir allar aldir í morgun en er ekkert farin að gera, jú annars smávegis og leita að dótinu sem á að vera á skrifborðinu mínu.
Fann það ekki en fann óskaplegan pirring yfir þvi að menn skuli vera að róta í mínu dóti og geta ekki sett það á sama stað aftur. Skil heldur ekki hver gæti hafa þurft að nota númerastimpilinn minn. Helv. fiktið í þessu liði.

Lenti á útsölu í Garðheimum í gær og gat ekki stillt mig um að bæta kaup rós í garðinn sem ég á EKKI og fór svo og skoðaði hvað ég er búin að kaupa margar plöntur í hann. Plöntur sem ég kaupi óbeðin í garð hjá öðrum og sit upp með sárt ennið ef gamla manninum dettur svo í hug að selja húsið einhverntíma. Jæja ég losna þá við að hafa samviskubit yfir að hugsa ekki nóg um plönturnar mínar. Annars er garðurinn flottur núna þó það mætti laga aðeins til í honum.

Endurskoðandinn er að mála og ég ætla að fara og hjálpa henni við það einhverntíma eftir hádegið.

Svo er ég allstaðar að rekast á blogg og fá póst frá fólki sem ætlar út úr bænum á hitt og þetta og gera hitt og þetta um helgina og ég er farin að fá fiðrildi í magann. Langar til að gera eitthvað skemmtilegt, ekki það að það sé ekki gaman að mála einn og einn vegg í Engjasmáranum en .....
Neistaflugið í fyrra var nú svo sem ágætt þó það væri ekki alveg jafn stórfenglegt og auglýsingarnar gáfu til kynna. Skemmtilegast var auðvitað að hitta og sjá fólk sem ég hafið ekki séði í fjöldamörg ár. Kannski kíki ég aftur eftir 10 ár og athuga þá hvort ég kannast enn við einhver andlit í Egilsbúð.

Sjúkraliðinn var eitthvað að tala um rauðvín í kvöld, ég vil frekar hvítvín og af því hún á hvítvínsflösku í ísskápnum hjá mér er kannski best að ég færi henni hana.
Sé svo til hvernig veðrið verður á morgun og mánudag, ef það verður ekki þoka eða lágskýjað er Vífilsfellið á sínum stað og bíður eftir að ég gangi upp á það.

Engin ummæli: