Allavega fór ég í gær og henti Sjúkraliðanum niður af svölunum og skipaði henni að fara að tína dótið sitt niður í kassa. Hún hlýddi, hún má nú eiga það að hún er frakar hlýðin kona. Við keyrðum helling af dótinu hennar í litlu nýju íbúðina og ég held bara að það komist allt fyrir, hún líka.
Þegar fólk stendur frammi fyrir stórmálum og dramatík í sínu lífi og annara fallast því oft hendur. Engin ástæða til að láta það komast upp með að láta hendur hanga niður með síðum of lengi.
Ég heyrði líka í Píparanum í símann í gær. Nýuppgerð vélin í bílnum hans bræddi úr sér á leiðinni austur en það óx honum ekkert í augum. Það er svo gott að vera kominn út úr bænum og austur á land að úrbrædd vél er smámunir. Aftur á móti var hann í rusli af því leigusalinn vill að hann fari úr íbúðinni fyrir fyrsta sept.
Hann saup hveljur og tók andköf þegar ég sagði ,,Það er gott", hann ætlar nefnilega að fara að vinna í Norge um leið og hann kemur úr fríinu og verður þar sennilega fram í sept. Hvernig í ósköpunum á hann að flytja á meðan?
En hann losnar allavega við að borga tvo eða þrjá mánuði í leigu á tveimur stöðum eins og Sjúkraliðinn og hvað með það þó hann þurfi að taka tvo daga af fríinu til að koma dótinu sínu í geymslu og sjálfum sér líka á meðan hann finnur annað húsnæði.
Ég er orðinn sérfræðingur í að gera annara úlfalda að mýflugum en ef ég rekst á mýflugu hjá mér skal ég umsvifasaust gera hana að stóru kameldýri. Sem minnir mig á það að ég varð fyrir árás bitmýs á Hornströndum og það er í fyrsta skipti á ævinni sem ég er bitin af flugukvikindi, eins ogtt að þær voru ekki orðnar að úlföldum.
Og ætli sé þá annað að gera en bretta upp ermum á hlýrabolnum, hreinsa til á nokkrum vinnustöðum og athuga hvort ég þarf nokkuð að mæta í nýju vinnuna fyrr en á mánudag. Ég þarf nefnilega að nota seinnihluta dagsins til að halda áfram með ritverkið ,,Að flytja Sjúkraliða".

2 ummæli:
Gott að vita að ég get leitað til þín og þú breytir mínum úlfvalda í mýflugu. Heimilið mitt er í rúst og mér vantar að breyta því í heimili aftur, getur þú ekki reddað því. Ekki það að ég geri kannski úlfalda úr mýflugu, en kannski kind.
gilla
Ekkert mál, ekkert mál. Við hendum því í lag á augabragði og svo ætluðum við að mála, mannstu!
Skrifa ummæli