23. júlí 2005

Freistingar

Ég ætlaði að vinna en mín er freistað.
Freistað af góða veðrinu úti og vinkonu sem hringir og vill gera eitthvað af því að hennar vinna féll niður. Ég er að hugsa um að láta undan freistingunum og fara í amk í gönguferð kringum Tjörnina og kannski skoða kannski nokkur leiði í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Rifja upp gamlar bernskuminningar frá því ég skreið undir hliðið á kirkjugarðinum til að tína blóm handa mömmu og hvað hlaupin þvert yfir Suðurgötuna gátu verði spennandi í umferðinni. Kæmumst við yfir áður en bíllinn næði manni?
Börn, þau eru klikkað fyrirbæri!

Engin ummæli: