21. júlí 2005

Það fer ekki á milli mála

að ég er komin heim og ég er meira að segja búin að ná öllum myndunum mínum af myndavélinni og yfir á tölvuna, líka myndunum af myndavél Sjúkraliðans. Ég sé að ég hef tekið allt of lítið af myndum og þarf að laga og betrumbæta í Photoshop það sem aflaga hefur farið með aldri og erfiðisvinnu hjá okkur stöllunum en það þýðir margra klukkutíma setu yfir Photoshop á eigin spítur af því ég er búin að gleyma því sem ég lærði í vetur. Svona er að hafa nóg að gera.

Sætar saman að sigrast á lofthræðslunni

Ég hefði alveg þegið að vera í fríi fram yfir helgina en ég asnaðist til að segja að mér væri alveg sama þó ég inni fimmtudag og föstudag sem er náttlega helv. lygi þó ég ljúgi aldrei! Var reyndar sama þá en nenni því ekki í dag.





Frændi sem er á leið í Aðalvík á föstudagsmorgun kom við í kvöld af því ég heimtaði að fá að lána honum lítið notaðar legghlífar sem væru alveg bráðnauðsynlegt fyrirbæri á Hornströndum.
Ég er búin að sálgreina sjálfa mig í framhaldi af þessari gífurlegu góðmennsku minni, að troða upp á aðra þvi sem þeir hafa ekki beðið mig um og komst að þeirri niðurstöðu að ,,úr því ég fékk ekki að vera lengur skulu sko legghlífarnar mínar fá að vera það"
Öfund, öfund og aftur öfund, mig langar með þeim í Aðalvíkina á föstudaginn!



Þetta var frábær ferð, frábært land, frábært fólk og ég sit með tárin í augunum yfir myndunum mínum og langar til að endurtaka þetta allt saman.







Ég sé mig svo tilneydda til að fara að lesa mér til um htmlkóða til að geta sett texta undir en ekki ,,yfir og allt um kring" við þessar myndir sem er hægt orðið að setja inn á blogspot með lítilli fyrirhöfn.

Engin ummæli: