20. júní 2005

Tölvumál

Komin með nýja tölvu í einni vinnunni og þá er bara eftir að koma draslinu i gagnið með öllum þeim forritum sem ég þarf að hafa inni á henni. Þoli ekki að geta ekki unnið fyrir óvirkum vélbúnaði svo ég heimtaði tölvu sem gerði það sem henni væri sagt án þess að ég hefði tveggja bolla pásu eftir hverja færslu. Er að hugsa um að setja á hana gelgjubann ef ég fæ inn sumarafleysingar sem hanga í tölvu í matar og kaffitímum.
En að vinna við að raða drifunum úr gömlu tölvunni og í þá nýju skuli kosta 17.400 krónur á tímann, að vísu með vsk en hjálpi mér. Ætli starfsmennirnir sem vinna við tölvuviðgerðirnar hafi meiri menntun á bakinu en verk og tæknifræðingarnir á ,,hinum" vinnustaðnum mínum? Varla eru notaðir í þetta tölvunarfræðingar? Ojæja!
Best að koma Lykla-Pétri inn og svo er að fá einhvern til að ganga frá innanhússnetinu.

Engin ummæli: