21. júní 2005

Hundfúlt

Var að vinna til 12 í gærkv. Í morgun kláraði ég, staflaði öllu ofan i kassa og fór með á Aðalflutninga. Það er þungu fargi af mér létt og það sem ekki var klárað verður orðið annara vandamál eftir tvo daga. Hef smá samviskubit samt að ganga ekki frá öllum lausum endum en held áfram að segja sjálfri mér að sumir endar séu hæfilegir fyrir mig en aðrir séu bara á annara færi að sauma.
Þá er ég semsagt laus úr einni sjálfboðaliðavinnunni en tók alveg óvart að mér aðra í vor og hún stefnir eiginlega i það að verða óþarflega tímafrek. Kannski það sé bara meðan er verið að koma reglu á hlutina.
Þannig að ég fór ekki í neina Esjugöngu eða nokkra göngu af öðru tagi í gær og stefni á að vinna í kvöld svo það verður lítið labbað þá.
Það er bara HUNDFÚLT.
Og ég held ég gugni á Heklunni!

Engin ummæli: