Jeppaferð í Landmannalaugar 22. júlí. Ég reddaði mér fari og gott ef ekki Sjúkrunni og Gólfsópinu hennar líka ef vill.
Tólfta ágúst er önnur jeppaferð sem var kirfilega sett inn á dagatalið og 19. ágúst er ferð á Síðuafrétt og Laka sem gæti endað í Loðmundarfirði, það kemur í ljós.
Rosalega er gaman að þekkja alla þessa sjúkraliða af Kleppi. Sjúkraliða til að labba með mér úti á guðsgrænni og grárri náttúunni og teikna blóm og Sjúkraliða sem keypti sér jeppa og reiknar fastlega með að ég sé tilbúin til að koma í allar þær jeppaferðir sem standa til boða.
Nú væri ég til í að leggja af stað á Leggjarbrjótinn en það er víst ekki farið fyrr en klukkan 10 í fyrramálið svo það er best að ná einhverjum svefni.
1 ummæli:
Þetta kemur, þetta kemur. Hvernig væri að þú sæir um að redda okkur siglingunum úr því ég er búin að redda jeppaferðunum.
Hverngi er með svifdreka, mig langar í svoleiðis?
Skrifa ummæli