17. júní 2005

Þingvellir - Hvalfjörður

Frábært veður í dag og ég labbaði frá Þingvöllum yfir í Hvalfjörð, 68 manna hópur lagði af stað en bara 66 komust á leiðarenda. Við jörðuðum engan á leiðinni tveir úr hópnum sáu að þau höfðu misreiknað sig á því hvað þýðir ,,létt göngleið sem hentar öllum" og sneru við. Hvað hentar öllum er auðvitað túlkunaratriði en vegalausir fjallvegir eru náttlega annað en að labba í Heiðmörkinni.
Allavega komst ég alla leið og sá að þetta er að vísu svolítið langt en ósköp þægileg gönguleið, veðrð var frábært og ég er sólbrunnin á annari öxlinni.

Er alvarlega að hugsa þetta með Hekluna á Jónsmessunni. Ef ég kemst á fjall á sunnudag og á Esjuna á mánudag ætti ég að ráða við Hekluna á föstudagskvöld.
Eða hvað?


Syðrisúla, Sandvatn og Djúpadalsborgir




Sumar og sól á Þingvöllum





Og af því það er sumar og sól og það var líka sumar og sól þegar þessar myndir voru teknar og ég náði að færa þær af myndavélinni yfir í tölvuna þá læt ég þær fljóta með.


Blómstrandi tré í London á sumardaginn fyrsta





Sjúkraliðinn dáðist jafn mikið að blómskrúðinu og ég

1 ummæli:

Hafrún sagði...

Það var nú helst neðanjarðar sem þú starðir úr þér augun á þá. Ég á náttlega svoleiðis myndir af þér líka en þær eru ekki til sýnir fyrir almenning!