Ég fletti Fréttablaðinu í morgun. Sá eins og vanalega forsíðu DV auglýsta þar og langaði óheyrilega til að tjá mig um íslenskan stjörnufans og rauða dregilinn en varð svo óglatt að ég þurfti að kalla eftir ælupoka. Kettirnir önsuðu því auðvitað ekki enda vanir að æla þar sem þeir eru staddir og núna þegar bráir af mér nenni ég ekki að eyða orðum á bullið lengur.
Er að hugsa um að klára frá eitt eða tvö verkefni í vinnunni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli