16. júní 2005

,,Sælir eru hógværir.."

.. sagði maðurinn hérna um árið en ég er nú ekki að sjá sannleikann í því þessa stundina. Á hógværa og lítilláta einstaklinga sem eru ekki fyrir það að kveinka sér og kvarta nema rík ástæða sé til er sjaldnast hlustað þegar þeir loksins opna munninn.
Hógvær einstaklingur sem kvartar undan orkuleysi og máttleysi, og er orðinn of slappur til að ganga í einum áfanga upp stigann heima hjá sér fær prótein og sagt að vera duglegum að borða, þegar sami einstaklingur kvartar undan þvi að hafa léttst um á annan tug kílóa á nokkrum mánuðum er honum hrósað fyrir að vera með fyrirsætuvöxt. Sérlega klæðilegt auðvitað fyrir sjötuga konu að vera eins og annorexíusjúklingur. Sami einstaklingur fær astmalyf við þrálátum hósta og ertingu í öndunarfærum. Einkennum sem eru búin að standa yfir mánuðum saman. Prótein og astmalyf, ætli hún hafi fengið klapp á öxlina líka og verið sagt við hana ,,væna mína"
Í dag er þessi hógværi einstaklingur orðin svo slöpp að henni er ekki treyst i aðgerð en það á að prófa geislameðferð.
Ég þekki einstaklinga sem hafa farið sneiðmyndatöku eftir að hafa greinst með húðkrabbamein en þeir líka heimta og hafa hátt ef þeir fá ekki sínu framgengt.

Engin ummæli: