20. febrúar 2005

Ístöðuleysi og leti

Ætlaði að klára frá ákveðið mál í gær en kláraði bara allt annað en það sem til stóð. Nennti svo ekki að fara af stað í dag fyrr en í hádeginu. Fór úr miðju verki til að horfa á konu búa til krem, sápur og fullt af sniðugu dóti og bíð eftir tíma til að prófa sjálf.
Fór aftur í vinnuna en fékk bíótilboð sem ég gat ekki hafnað.
Vissi ekki á hvaða mynd ég var að fara og fékk áfall þegar ég sá að hún var um box. Hugsaði með mér ,,Box! Ég held þetta ekki út í tvo tima!" Vissi ekki þá að myndin væri ekki búin fyrr en hálf ellefu. Sem betur fer rættist úr myndinni og hún var bara orðiðn fjandi góð eftir fyrsta háftímann. Sem betur fer. Já ég var víst búin að segja það áður ,,Sem betur fer". Annars heitir hún ,,miljón dollara beibí" eða þannig.
Ég þarf að gera heilan helvítis helling. Sjúkraliðinn átti að lesa yfir fyrir mig smá samsull sem ég þarf að skila af mér og svo bíður eftir mér eitthvað sem ég var búin að lofa að að lesa yfir. Ég þarf að taka til, hengja upp úr þvottavélinni, byrja að orkera bókamerki, brjóta saman þvotti, þæfa ull og silki, læra að spinna, sauma seinni helminginn af rennilásnum í lopapeysuna mína, búa mér til veski úr þófa, kaupa mér horn í Hvítlist til að pússa upp og búa til eitthvað sniðugt úr, læra að mála á tré (námskeið í Föndru), skera út í kistil, (stórhættulegt að fara á Þjóðminjasafnið) læra balderingu, festa upp rimlagluggatjöldin í stofuna, lesa bókina sem ég keypti um daginn, aðra hálfkláraða, verkefnið í vinnunni bíður og það þarf að klára krossgaátuna í VR blaðiðnu.
Sem sagt allt nema það að fara í bíó!
Og ég þori bara ekki að hugsa þetta mál til enda, sé fram á að verða andvaka í nótt.

Engin ummæli: