Laugardagskvöld, Hafrún ein heima og ekkert í sjónvarpinu. Það gæti bjargað kvöldinu að sonurinn á fullt herbergi af vídeo og DVD myndum. Ekki það að ég hafi smekk fyrir öllum myndunum sem hann er búinn að vera að sanka að sér frá því hann var 14 en það má sennilega finna eina og eina sem eru í lagi. Ég á jú eftir að horfa á Ocean´s eleven, og af því ég sleppti því að fara á sýninguna ,,Karlmenn til prýði" er ég að hugsa um að kíkja myndina.
Jógúrtið í frystinum, kaffið á könnunni og kötturinn kominn inn úr rigningunni. Allt að verða klárt í vídeogláp.
1 ummæli:
Ég held þér veiti ekki af að sofa en Ocean´s voru flottir. Svo er sápugerðarsýnikennslan í dag, ég var nærri búin að gleyma henni.
Skrifa ummæli