22. febrúar 2005

Missti mig

Missti mig í gæludýrabúð í morgun. Fór heim með fiskabúr og dælu en skyldi hundinn eftir sem ég gat fengið í kaupbæti. Hafði þó vit á þvi enda komst hann ekki í búrið.
Veit ekkert hvað ég ætla að setja í fiskabúrið, veit þó hvað ég ætla ekki að sitja í það og held að ég þurfi að kaupa mér íbúð utanum allt saman því það er lítið pláss fyrir það hérna!
Ojæja ef ég get ekki skipulagt og innréttað íbúð hvers vegna ekki að innrétta fiskabúr fyrir fiska eða froska?

Engin ummæli: