11. febrúar 2005

Leti

Það átti að vera skólasystra þorrablót í kvöld en því var breytt í kínverskan áramótamat en í staðinn datt inn þorrablót á vegum vinnunar annaðkvöld! Ég á að vera mætt eftir einn og hálfan tíma í samkomun nr. 1 og nenni ekki að standa upp frá tölvunni. Þegar/ef ég geri það byrja ég á að búa mér til kaffi og fletta ferðaáætlun Ferðafélags Íslands sem hefur komið inn um bréfalúguna í dag því ég sé búin að panta ferð er alltaf hægt að láta sig dreyma um fleiri. Ég var á myndakvöldi á miðvikudaginn hjá FÍ og var heilluð. Ég fæ gæsahúð við tilhugsunina um að það skuli vera svona fallegt svona víða og það skuli einhver geta tekið og sett saman myndir sem sýna það svona vel.

HÉR ÁTTI AÐ VERA MYND EN HÚN VILID EKKI INN.
EKKI TÍMI TIL AÐ ELTAST VIÐ ÞAÐ.



Búin að sitja á ráðstefnu í allan dag og veit ýmislegt um breytingar á skatta- og ársreikningalögum nýjar og væntanlegar.
Ég þarf að haga mér vel í kvöld, ráðstefna um allt annað efni á morgun, mæting kl. 9 laus klukkan 16:30 og blótið byrjar með göngu út í óvissuna (í vesturbæ Kópavogs) klukkan 18.
Kræst, hvers vegna þarf allt sem er gaman að vera á sama tímapunktinum eða er ég bara alltaf að troða mér í eitthvað skemmtilegt?
Í augnablikinu langar mig mest undir teppi með spennusögu sem ég keypti á útsölu í Hagkaup í vikunni, kaffi og eitthvað gott með því.

Afkvæmi 2 farið að reka á eftir mér svo ég verði ekki of sein í kínamatinn eða svo hann komist að tölvunni.

Engin ummæli: