Var búin að finna eitthvað brilljant bull til að setja hér inn en datt í netráp og las mig í svefn. Nema tvö glös af rótsterku kaffi hafi eitthvað með þessa sifju að gera.
Er að treyna mér nóttina aðeins lengur af þvi hálf rauðvínsflaska er kappnóg fyrir mig með kínverskum áramótamat en af því seinni helmingurinn var svo einmanna leyfði ég fyrri og seinni helming að fylgjast að og það þýðir að maginn í mér verður í hnút í fyrramálið nema..... Já það er nú það, ég hef ekki enn fundið út hvað á að koma á eftir þessu nema. Nema... kaffið sem ég hellti upp á áðan geti fyllt upp i eyðuna. Það kemur í ljós eldsnemma í fyrramálið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli