Ég býst við að allri sem detta í bloggsksrif séu meðvitaðir um að hver sem er getur dottið inn á síðurnar og lesið skrifin. Þetta er jú einu sinni ,,netið" og bloggskrifin á netinu minna mig að sumu leyti á gamla sveitasímann þar sem allir gátu hlustað á alla og allir vissu það.
Samt sem áður koma alltaf upp nokkur spurningamerki þegar fólk fréttir að lesanda sem ekki var eiginlega reiknað með og þá þarf að ákveða sig hvort maður á að halda sínu striki og segja það sem manni dettur í hug. Eða fara að ritskoða skrifin.
Ég hallast að því að skrifa fyrir sjálfa mig og vinkonurnar sem ég veit að lesa þetta aðrir eru + eða - eftir því hvernig á það er litið og ef ég á vinkonu sem er búin að skrifa eitthvað sem hún vill ekki að allir lesi nú þá þarf hún að gera upp við sig hvað hún vill gera. Eyða gömlu skrifunum (sem tjóar lítið þar sem skaðinn er skeður) og skrifa svo alltaf með þennan eina lesenda í huga.
Sem ég auðvitað vona ekki því það yrði sennilega lítið gaman að síðunni hennar þá.
Ég les alltaf annað slagið eina af vinsælli bloggsíðunum þar sem lítil takmörk eru fyrir hugmyndafluginu. Frásagnargleðin kemur ritaranum á það flug að skreitni, skáldskapur, veruleiki og draumur blandast svo saman að enginn sér hvað er hvað og flestum er slétt sama því hjá ókunnugum erum við að lesa skemmtileg skrif en erum ekki í heimilda eða frétta öflun.
Aðrir skrifa svo fréttir af sér og sínum og staðarfréttir og þá les maður til að fylgjast með hvað er að gerast hér og þar.
Hvernig hver og einn bloggar eftir sínu höfði og gerir það upp við sig hvað hann trúir netinu fyrir miklu af sínum persónulegu málum en hvað það er sem gerir það að suma les maður reglulega aðra sjaldan og suma ekki nema einu sinni er ekki hvað fólk er að segja heldur hvernig það segir það.
Svo mörg voru þau orð og ég vona að réttur froskur hafi fengið ormana sína í gær.
1 ummæli:
Love you to alveg þangað til þú drepur forskinn okkar. (skilyrt ást) Það eru aðrir froskar sem mega missa sig!
Skrifa ummæli