Eftir erfiða nótt sem einkenndist af öndurnarörðugleikum, varaþurki og hausverk ákvað ég að nú væri kominn tími til að liggja veik undir teppi einn dag og sjá hvort pestin legði ekki á flótta við það.
Frétti það í morgun að þau sem ætluðu að borða hérna saltkjöt og baunir í kvöld hefðu orðið sammála (ég fékk ekki að greiða atkvæði enda ekki heima) um að fresta sprengideginum framm á öskudag. Þar með var ég búin að fá frí frá saltkjötsinnkaupum í dag og svo losnaði ég líka við að keyra með varahluti í bílinn hjá dóttirinni lengst upp í sveit svo ég ákvað að senda hana á bílnum mínum í vinnuna og eiga bíllausan dag með kvefi, teppi, kodda, þremur óséðum sjónvarpsþáttum á video, kaffi, köttum og sjálfri mér. Kannski bæti ég við bók ef dagurinn verður langur.
Ef einhver saltkjötsþurfandi Sjúkraliði sér þessa færslu þá er hún velkomin í kaffi. Ég lofa ekki nuddi en á rafmagnshitapoka sem er velkomið að stinga í samband og leggja á þreytta vöðva.
Svo er henni auðvitað boðið í saltkjöt og baunir annaðkvöld.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli